Við fengum það verkefni að sjá um rafmagnsvinnu í sérsmíðuðum sýningarbás fyrir Ferrozink og Vélsmiðju Orms & Víglundar á Sjávarútvegssýningunni 2025 í Laugardalshöll.
Básinn var úr ryðfríu stáli og með því fylgdu sérstakar áskoranir í uppsetningu. Í loftinu settum við upp kastarabrautir tengdar við Plejd snjallkerfi sem veita þægilega stjórnun á lýsingu. Utan um bás Ferrozink var svo komið fyrir CCT LED borðum, einnig stýrðum með Plejd, sem gaf svæðinu skarpa og stílhreina framsetningu.
Vegna tímapressu þurfti allt að ganga hratt og örugglega. Við æfðum uppsetninguna áður en við tókum allt niður og fluttum í Höllina – þar sem lokauppsetningin fór fram á stuttum tíma.
Þetta var krefjandi en afar skemmtilegt verkefni sem við erum mjög stolt af.
Á myndunum má sjá útlitið og lýsinguna sem setti punktinn yfir i-ið í þessum glæsilega bás.
Veitum faglega og góða ráðgjöf!