Við hjá FagOrku leggjum mikið upp úr því að veita góða og alhliða þjónustu, ekki síst þegar það kemur að neyðarþjónustu. Við erum vanir allskonar útköllum og vitum alveg hvað rafmagn getur verið mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hröð og örugg viðbrögð þegar rafmagn klikkar – fyrir heimili og fyrirtæki.
Við bjóðum upp á neyðarþjónustu þegar rafmagn klikkar – hvort sem er á heimilum, vinnustöðum eða í sumarhúsum. Við skiljum hversu mikilvægt rafmagn er í daglegu lífi, og að straumleysi eða bilanir geta haft mikil áhrif á öryggi, þægindi og rekstur.
Fyrirtæki sem treysta á að allt gangi smurt fyrir sig – þegar tæki eða kerfi bila getur það stöðvað framleiðslu eða þjónustu. Við erum til staðar og bregðumst hratt og örugglega við.
✔ Góður mannskapur með reynslu
✔ Bilanaþjónusta í flestu rafkerfum
✔ Neyðarviðgerðir fyrir fyrirtæki og heimili
✔ Fljót viðbrögð og fagleg lausn
Þú getur treyst á okkur þegar mest liggur við.
Reyndir og vottaðir rafvirkjar sem þú getur treyst.
Við stöndum við tímaramma og skilum vinnu okkar á réttum tíma.
Okkar sérfræðingar hafa margra ára reynslu í faginu.
Við notumst við nútíma lausnir í öllum okkar verkefnum.
Við sérsníðum lausnir eftir þörfum viðskiptavinarins.
Við vinnum samkvæmt öryggisstöðlum í öllum verkefnum.
Við metum þínar þarfir og áætlum kostnaðinn á verkefninu þínu, getum einnig gefið skuldbingarlaust tilboð.
Við finnum hentugan tíma og ákveðum hvenær og hvernig við framkvæmum verkið.
Að verki loknu förum við yfir allar framkvæmdir, tryggjum að þær uppfylli gildandi staðla og pössum að við skilum verkefninu vel frá okkur.
Við erum tilbúin til að aðstoða þig strax